Ástin

Áður fyrr roðnuðu stelpur þegar þær fóru hjá sér. Nú fara þær hjá sér þegar þær roðna.

 

Ungi maðurinn spurði gamla prestinn: „Er það í raun og veru synd að sofa hjá stelpu sem maður er ástfanginn af?“

„Ónei,“ sagði presturinn. „En þið ungu mennirnir látið ykkur nú sjaldnast nægja að sofa.“

 

„Hann elskar þig alveg hræðilega.“

„Já, ég hef nú reynt að segja honum það.“

Sjá nánar á brandarar.wordpress.com