Það er skapandi eins og það er nagandi að efast

Fyrir þrettán árum ákvað Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir að hætta í leikhúsinu eftir þá þegar afar farsælan feril. Ákvörðunin kom mörgum á óvart enda margir um hituna og hvert tækifæri í leikhúsinu en Steinunn Ólína segir sjálf að það hafi einfaldlega legið margar ástæður að baki. „Of mikið vinnuálag var kannski helsta ástæðan og sú staðreynd að mér fannst vinnan ekki lengur ögrandi. Mig langaði líka til að láta á það reyna hvort ég væri hreinlega fær um að gera eitthvað annað en að leika en ég hafði starfað í atvinnuleikhúsi í nærri 20 ár þegar ég ákvað að venda kvæði mínu í kross.

Sjá nánar á visir.is