Tinda­stóll bikar­meist­ari í fyrsta skipti

Tinda­stóll er bikar­meist­ari karla í körfu­bolta eft­ir stór­kost­leg­an 96:69-sig­ur á KR í bikar­úr­slit­um í Laug­ar­dals­höll­inni í dag. Sauðkræk­ling­ar skutu KR-inga ein­fald­lega í kaf og skoruðu 16 þriggja stiga körf­ur á móti aðeins sex hjá KR.

Það er óhætt að segja að byrj­un Tinda­stóls­manna hafi verið mögnuð. Fyrstu 14 stig leiks­ins voru þeirra. Þriggja stiga skot­in voru að detta, varn­ar­leik­ur­inn að virka og stemn­ing­in í stúk­unni mögnuð. Hinum meg­in gekk lítið sem ekk­ert í sókn­ar­leik KR.

Sjá nánar á mbl.is