„Say Iceland“ sigurvegarar Hnakkaþonsins

Úrslit Hnakkaþons Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi voru kynnt í gær og bar vörumerkið „Say Iceland“ sigur úr bítum. Hnakkaþon er samkeppni fyrir upprennandi sérfræðinga í markaðsmálum, hugbúnaði, tækni og vörustjórnun.

Í samkeppninni reyna nemendur Háskólans í Reykjavík að vinna að lausn verkefna sem tengjast íslenskum sjávarútvegi og í ár þurftu nemendur að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum.

Sjá nánar á visir.is