Yrsa og Ragnar hafa valið fyrsta Svartfuglinn

Yrsa og Ragnar skipa dómnefndina ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar og hefur hún nú lokið störfum og valið verðlaunahandritið. Dómnefndinni var vandi á höndum, á þriðja tug handrita barst í samkeppnina og mörg þeirra mjög álitleg. Búið er að hafa samband við verðlaunahöfundinn, sem fær verðlaunin veitt í viku bókarinnar í lok apríl. Kemur þá í ljós hver verðlaunahöfundurinn er, en verðlaunahandritið kemur út á bók sama dag.

Sjá nánar á dv.is