Heilbrigði lífsstílinn að gera góða hluti

Spurður út í nýjustu bók sína segir Börkur Gunnarsson: „Þetta er þríleikur. Þetta eru þrjár nóvellur í einni, þær heita Hann, Hún og Þeir. Þær tengjast í rauninni ekki neitt nema að efniviðurinn er markmiða­væðing og vinnusemi.“

Að sögn Barkar fjallar bókin um þá vinnudýrkun sem ríkti á Íslandi á þeim tíma sem hann var að alast upp. „Kynslóðin fyrir ofan mig var öll í þessu. Við sem erum aðeins yngri erum heldur betur búin að slaka á þessari miklu vinnusemi og það er örugglega margt jákvætt við það. Þetta var algjört brjálæði.

Sjá nánar á visir.is