Krakkakaffihús opnað á Landnámssetrinu

Á Landnámssetrinu í Borgarnesi hefur verið opnað krakkakaffihús á efri hæð veitingastaðarins. „Þetta er hugsað sem staður þar sem foreldrar geta komið með börnin sín, fengið sér kaffisopa eða pantað mat af matseðli og talað við aðra foreldra á meðan börnin leika sér,“ segir Guðmundur Karl Sigríðarson, framkvæmdastjóri á Landnámssetrinu í samtali við Skessuhorn. „Okkur þótti vanta vettvang hér í Borgarnesi fyrir foreldra sem eru heima með börnin sín yfir daginn að hitta aðra foreldra í sömu stöðu,“ bætir hann við.

Sjá nánar á skessuhorn.is