Skrímsli Rúnars Loga verður að fjöldaframleiddu mjúkdýri hjá IKEA

Teikning hins átta ára Rúnars Loga Guðjónssonar af bláu skrímsli var ein þeirra fimm sem valin var sem sigurvegari í nýlegri teiknisamkeppni IKEA. Fyrirtækið mun nú fjöldaframleiða veru Rúnars Loga sem mjúkdýr.

Í tilkynningu frá IKEA á Íslandi kemur fram að þetta hafi verið í fjórða sinn sem teiknisamkeppnin var haldin þar sem alls bárust 87 þúsund teikningar.

Sjá nánar á visir.is