Þrír leikskólar fá hvatningarverðlaun

Á fjölsóttri ráðstefnu leikskólastarfsfólks í dag fengu þrír leikskólar hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi fagstarf; Sunnuás, Sunnufold og Skerjagarður.

Hátt í sex hundruð leikskólastarfsmenn sátu í dag ráðstefnu um lýðræði, sjálfseflingu og þátttöku barna í leikskólastarfinu. Yfirskrift hennar var “Við fáum að ráða nema þegar kennararnir ráða”, en þau ummæli eru frá leikskólabarni sem tók þátt í mótun menntastefnu fyrir Reykjavík fram til ársins 2030.

Sjá nánar á reykjavik.is