Gullkorn barnanna

Oft á tíðum er spiluð róleg tónlist í vinnustundum í Skála. Einn daginn var hópur frá Múla að leika sér í sandinum og róleg tónlist var í bakgrunninum heyrist þá í einum : Heyrðu Fríða þetta er svona lítil tónlist !

Nokkur börn á Haga voru í vinnustund inn á Skála. Viðfangsefni dagsins var að gera tilraunir með íblöndun. Prufað var að blanda vatn og matarlit, vatn, olíu og matarlit o.s.frv. Gellur þá í einum dreng : Heyrðu Fríða erum við ekki núna að fræðast ?

 

Einn drengurinn var í fataklefanum og nennti ekki alveg að klæða sig. Svo lá hann í gólfinu og segir svo upp úr þurru : “Ég er með fimm leikskólagráður ” Nú segja kennararnir Já, segir hann og réttir upp höndina og telur: Kúka, pissa, leira, lesa og syngja.

 

Sjá nánar á leikdal.simnet.is