Maturinn

Smiðirnir voru að taka upp nestið sitt í hádeginu. Steini prestsins tók upp eintómar samlokur og tautaði í barm sinn:

„Oj, bara – kæfa, oj, bara – ostur, oj, bara – síld“

Maggi vinur hans gat ekki orða bundist:

„Af hverju biður þú ekki konuna þína að hafa eitthvað betra álegg á brauðinu?“

„Konuns mína?“ sagði Steini. „Ég á enga konu. Ég tek nestið til sjálfur.“


Gesturinn: „Er hundurinn þinn hrifinn af börnum?“

Jónas: „Já, en hann vill samt heldur dósamat.“

Sjá nánar á brandarar.wordpress.com