Fylkir fékk dómaraverðlaun KSÍ

Ársing KSÍ fór fram í gær á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Þar fékk Fylkir dómaraverðlaun fyrir öflugt dómarastarf í gegnum tíðina. Ásamt því að sinna vel málaflokknum í þeim leikjum sem félagið ber ábyrgð á að manna, hafa margir dómarar skilað sér frá Fylki inn í dómarahópinn sem starfar fyrir KSÍ.