Merk tímamót hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum

 Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum fagnaði tuttugu ára afmæli í húsakynnum MSS í Krossmóa sl. fimmtudag. Einnig var tíu ára afmæli Samvinnu starfsendurhæfingar fagnað. Fjöldi fólks mætti í afmælisfagnaðinn en tímamótanna verður einnig minnst á afmælisárinu með skemmtilegum viðburðum.
Núverandi og fyrrverandi forstöðumenn MSS héldu ræður og minntust upphafsára stofnunarinnar en reksturinn hófst í bakherbergi í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja.