Gullkorn barnanna

– grjónagrautur var í matinn í hádeginu og eins og venjulega var alveg ROSALEGA vel borðað. Kennari segir við guttann: “jæja, ertu þá búinn að borða?” “Já, svo sannarlega búinn”, – svaraði sá stutti 🙂

Lítil stelpa að smakka á epli sem var búið að sykra aðeins og segir “nammi, þetta var fyndið gott!” (26 mánaða).

Starfsmaður sá barn í útiverunni í morgun, barnið var með sand framan í sér: “það er sandur framan í þér, varst þú að borða sand?” og barnið svarar stolt “nei, ég var að sleikja sandinn”. (stubburinn er 2 ára og 10 mánaða)

Sjá nánar á mulaborg.is