Norræn kvikmyndahátíð 22-27 febrúar 2018

Norræn kvikmyndahátíð verður haldin í Norræna húsinu 22.-27. febrúar.  Markmið hátíðarinnar er að kynna breitt úrval vandaðra kvikmynda og heimildarmynda frá Norðurlöndunum. Í ár er úrvalið stórglæsilegt, fróðlegt og spennandi og eru allar myndirnar með enskum texta.

Opnunarmynd hátíðarinnar 2018 er The Square eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund. Myndin fékk Gullpálmann á Cannes 2017 og er tilnefnd til Óskarsins 2018. The Square er sýnd tvisvar á hátíðinni, þann 22. febrúar kl. 19:00 með móttöku í boði norrænu sendiráðanna á Íslandi og þann 24. febrúar kl. 20:00.

Fréttatilkynning frá Norræna húsinu.