Sann­fær­andi sig­ur gegn Aser­baíd­sj­an

Karla­landslið Íslands í badm­int­on vann í dag ör­ugg­an sig­ur á Aser­baíd­sj­an, 4:1, á Evr­ópu­mót­inu í Kaz­an í Rússlandi.

Kári Gunn­ars­son vann Sa­bu­hi Hus­eynov með yf­ir­burðum, 21:9 og 21:2, og Kristó­fer Darri Finns­son sigraði Jahid Al­hasanov, 21:12 og 21:11. Daní­el Jó­hann­es­son tapaði hins­veg­ar fyr­ir Azmy Qowimur­ama­dhoni, 12:21 og 18:21, og staðan því 2:1 fyr­ir Ísland eft­ir einliðal­eik­ina.

Sjá nánar á mbl.is