Reisa hátækniverksmiðju fyrir Rússa

Íslensku tæknifyrirtækin Skaginn 3X ásamt Frost og Rafeyri hafa undir hatti Knarr Maritime undirritað samning við útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Gidrostroy um uppsetningu fullkominnar uppsjávarverksmiðju á Kuril eyjum á austurströnd Rússlands.

Verksmiðjan verður búin leiðandi tækni til að flokka, pakka og frysta 900 tonn af uppsjávarfiski á sólarhring. Ekki fæst uppgefið hver samningsupphæðin er en verksmiðjur af sambærilegri gerð og með sambærilegum búnaði kosta um og yfir þrjá milljarða króna.

Sjá nánar á fisikfrettir.is