Cintamani klæðir Liechtensteina á Ólympíuleikunum

Íslenska fyrirtækið Cintamani hefur hafið samstarf við Ólympíusamband Liechtenstein. Allir keppendur og starfsmenn Ólympíunefndarinnar klæðast fatnaði fyrirtækisins á Vetrarólympíuleikunum sem nú standa yfir í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Samstarfið nær þó ekki til sérhæfðari fatnaðar, líkt og skíðagalla, sem íþróttafólkið notast við í keppninni sjálfri.

Sjá nánar á visir.is