Alþjóðlegi hrósdagurinn 1. mars

Í dag 1. mars er alþjóðlegi hrósdagurinn. Hrósdagurinn var fyrst haldinn í Hollandi fyrir 14 árum en er nú haldinn hátíðlegur víða um heiminn.

Allir hafa efni á að hrósa og allir græða á því. Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægðara en hrós sem er sett fram af einlægni.

Nýtum tækifærið og hrósum makanum, börnum okkar, foreldrum, samstarfsfélögum, systkinum, frænkum og frændum og öllum sem við þekkjum.

Sjá nánar á facebook.com