Fimm heiðruð

Fimm einstaklingar voru heiðraðir sérstaklega fyrir framlag þeirra til upplýsingatækni á Íslandi á aðalfundi Ský 28. febrúar 2018. Þau Anna Ólafsdóttir Björnsson, Arnlaugur Guðmundsson, Frosti Bergsson, Sigurður Bergsveinsson og Þorsteinn Hallgrímsson voru þá gerð að heiðursfélögum Ský, en þau hafa öll unnið mikið og gott starf fyrir félagið og hvert á sinn hátt ritað blað í þróun tölvuvæðingar á sinni starfsævi. Þá hafa þau tekið virkan þátt í að taka saman sögu tölvuvæðingar á Íslandi fyrir félagið.

Sjá nánar á vb.is