Gullkorn barnanna

 

  • Nokkrir kubbar eru eftir í lok dagsins. Kennarinn segir við eina stelpu: „Getur þú gert mér greiða.“ Stelpan: „Nei ég er ekki með greiðu á mér.“
  • Eitt barn er að skola mjólkurfernur og fær eina í viðbót til að skola. „Á ég líka að vaska hana upp?“ spyr barnið.
  • Í matartímanum segir eitt barnið: „Guð er dáinn þess vegna getur hann ekki borðað.“
  • Drengur: „Ég ræð ekki hér, kennararnir ráða hér, ég ræð bara mömmu og pabba.“
  • Stúlka: „Kennari ég var dugleg að ganga til.“ (Meinar að ganga frá).
  • Barn í útiverunni: „krakkarnir fóru af mér.“ (Meinar að krakkarnir fóru á undan mér).
  • Drengurinn segir við kennarann í útiverunni: „Hann er með húfuna á hvolfi og bendir á annan dreng.“ Sá er með húfuna á röngunni.

Sjá nánar á brakarborg.is