Magnesíumskortur er lýðheilsuvandamál

Mikil vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi magnesíums undanfarin ár en ég er ekki viss um að margir átti sig á hversu gríðarlega mikilvægt það er.

Ný grein sem birtist á vegum British medical journal ber saman hundruð rannsókna sem gerðar hafa verið á áhrifum magnesíums og skorti á því á heilsu fólks og niðurstöðurnar eru vægast sagt sláandi.

Þetta eru samt engar nýjar fréttir, gögnin hafa lengi legið fyrir, en flestir læknar ráðleggja sjaldan magnesíum til inntöku nema fyrir afar lítinn hluta fólks.

Sjá nánar á heilsa.is