Brúðkaup

„Hefurðu heyrt að Gyða er að fara að giftast lækninum sem tók af henni röntgenmyndimar eftir bílslysið í fyrra?“

„Já, það kemur mér ekki á óvart. Hann er sá eini sem hefur getað séð eitthvað í kollinum á henni.“


„Veistu hver refsingin er fyrir tvíkvæni?“

„Já, tvær tengdamömmur.“


„Heldurðu að það boði ógæfu að fresta brúðkaupinu sínu?“

„Ekki ef maður gerir það stöðugt.“


„Eru gáfaðir menn góðir eiginmenn?“

„Gáfaðir menn gifta sig ekki.“

Sjá nánar á brandarar.wordpress.com