Á hverja herjar þvagleki helst?

Er eðlilegt að þvaglykt sé af sumu gömlu fólki?

Þvagleki er eitt af þessum algengu vandamálum sem verður stærra en efni standa til vegna þess að það er feimnismál. Þetta getur orðið svo slæmt að fólk neiti að viðurkenna, fyrir sjálfum sér og öðrum, að eitthvað sé að en einangrist félagslega af ótta við að aðrir finni þvaglyktina. Sumir virðast halda að þetta sé eitthvað sem fylgi barneignum og elli og ekkert sé við því að gera. Þeir sem ekki leita til læknis eftir aðstoð, fá hana eðlilega ekki. Staðreyndin er hins vegar sú að í langflestum tilfellum er hægt að lækna þvagleka að mestu eða öllu leyti með tiltölulega einföldum aðferðum og ef þær duga ekki til er hægt að gera skurðaðgerð.

Sjá nánar á sykur.kvennabladid.is