Fjölskyldur

„Frændi minn var að gera erfðaskrá. Hann arfleiddi pabba og mömmu að einni milljón og okkur bræðurna að hálfri milljón hvorn.“

„En frændi þinn á ekki bót fyrir rassinn á sér.“

„Nei, en þetta sýnir hvað hann er góður maður. Við fengjum þessa peninga ef hann ætti þá.“


„Bróðir minn er á sjúkrahúsi. Hann varð fyrir strætisvagni.“

„Æ, það var leitt að heyra.“

„Já, en mér liði enn verr ef hann væri albróðir minn.“

„Hvaða vitleysa. Víst er hann albróðir þinn.“

„Nei, eftir að strætó keyrði yfir hann er varla hægt að telja hann meira en hálfan bróður.“

Sjá nánar á brandarar.wordpress.com