Aníta fyrst í mark á móts­meti

Fremsta hlaupa­kona lands­ins, Aníta Hinriks­dótt­ir, kom fyrst í mark í 1.500 metra hlaupi í Bik­ar­keppn­inni í frjáls­um íþrótt­um í Kaplakrika í dag. Hún hljóp á 4:34,68 mín­út­um, sem er nýtt móts­met, en 25 sek­únd­um frá Íslands­meti henn­ar. María Birk­is­dótt­ir varð önn­ur á 4:43,45 mín­út­um og Helga Guðný Elías­dótt­ir varð þriðja á 4:54,29 mín­út­um.

Sjá nánar á mbl.is