Hönnunin verður að hafa einhvern tilgang

Hönnuðurinn Ólína Rögnudóttir notaði hrein hráefni, svo sem gler, marmara, málma og íslenskan við, við gerð vörulínunnar Lifandi hlutir. „Útgangspunkturinn var sem sagt notagildi og hrein efni,“ segir Ólína um línuna sem verður frumsýnd á HönnunarMars.

„Ég vil að hlutir línunnar hafi margþætt notagildi, yfirleitt tvo notkunarmöguleika, jafnvel þrjá. Það er umhverfisvænna vegna þess að í staðinn fyrir að kaupa tvo hluti þá getur neytandinn keypt einn hlut og nýtt í eitthvað tvennt eða meira.“

Sjá nánar á visir.is