Maður lætur alltaf freistast

„Við eigum nokkuð af bókum. Reyndar svo mikið að nú verðum við eiginlega að fara að hætta að kaupa þær, en þegar maður kemur á þennan markað lætur maður alltaf freistast,“ segir Hreinn Bergsveinsson sem mættur er á svæðið ásamt Valgerði Pálsdóttur. Meðal bóka sem vekja áhuga þeirra er ritsafn Þorsteins frá Hamri og barnabækur, þar á meðal Vaknaðu, Sölvi eftir Eddu Heiðrúnu Backman og Þórarin Eldjárn og Stígvélaði kötturinn. „Við erum með barnabarn sem verður þriggja ára nú í mars, heldurðu að hann verði ekki að fara að lesa,“ segir Hreinn kankvís.

Sjá nánar á visir.is