Þróttur bikarmeistari eftir magnaðan leik

Þróttur frá Neskaupstað varð bikarmeistari kvenna í blaki í dag en liðið vann HK í dramatískum úrslitaleik. Lauk leiknum með 3-2 sigri Þróttara en leikið var í Digranesi, á heimavelli HK.

Leikurinn var hin besta skemmtun en eftir að HK hafði náð í fyrsta stig leiksins tóku Þróttarar öll völd á vellinum og komust til að mynda í 6-2 í fyrstu hrinu. Það fór svo að Þróttur vann fyrstu hrinuna með fjögurra stiga mun, 25-21.

Sjá nánar á ruv.is