Höfðaskóli sigurvegari í Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi

Klara Ósk Hjartardóttir, nemandi í Höfðaskóla á Skagaströnd, bar sigur úr býtum í Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi sem haldin var á Skagaströnd í síðustu viku. Þar spreyttu nemendur skólanna fjögurra í Húnavatnssýslum, Grunnskóla Húnaþings vestra, Húnavallaskóla, Blönduskóla og Höfðaskóla, sig í vönduðum upplestri og átti hver skóli þrjá fulltrúa í keppninni.

Sjá nánar á feykir.is