Þriðji bik­ar­inn á hálfu ári

ÍBV er á ágætri leið með að verða fyr­ir­ferðar­mikið í ís­lensku íþrótta­lífi. Á liðlega hálfu ári hafa Eyja­menn siglt heim til Vest­manna­eyja með þrjá bik­ara úr höfuðborg­inni úr bik­ar­keppn­um KSÍ og HSÍ.

Á laug­ar­dag­inn fagnaði ÍBV sigri í Coca Cola-bik­ar karla í hand­knatt­leik og hef­ur liðið þá orðið tví­veg­is bikar­meist­ari á þrem­ur árum og þríveg­is alls í sögu fé­lags­ins. ÍBV vann sann­gjarn­an sig­ur á Fram 35:27 í úr­slita­leik í Laug­ar­dals­höll. Liðlega þúsund hvít­klædd­ir Eyja­menn fögnuðu inni­lega á áhorf­endapöll­un­um en stuðnings­menn ÍBV kunna að setja svip sinn á úr­slita­leiki.

Sjá nánar á mbl.is