Gjafir til kviðarhols- og þvagfæraskurðdeildar fyrir söfnunarfé jólatónleika í Fríkirkjunni

Kviðarhols – og þvagfæraskurðdeild 13EG á Landspítala hafa verið færðar gjafir sem keyptar voru fyrir fé sem safnaðist með jólatónleikum í Fríkirkjunni 7. desember 2017. Tónleikarnir voru í tónleikaröðinni „Á ljúfum nótum“ og haldnir í hádeginu. Á þeim söfnuðust 438 þúsund krónur og var keypt loftdýna sem nýtist við umönnun og meðferð mikið veikra sjúklinga á deildinni en auk hennar kaffivél, vöfflujárn og nuddpúði fyrir starfsfólkið til að gera sér dagamun og láta líða úr sér.

Sjá nánar á landspitali.is