Guðmundur Kr. Jónsson kosinn heiðursformaður HSK

Guðmundur Kr. Jónsson á Selfossi var kosinn heiðursformaður HSK á héraðsþingi HSK sl. laugardag. Guðmundur Kr. varð snemma mjög öflugur félagsmálamaður og tók virkan þátt í starfi Umf. Selfoss og var m.a. formaður frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss árin 1968-1979. Síðar gengdi hann stöðu vallarstjóra og framkvæmdastjóra félagsins. Hann hefur verið formaður Umf. Selfoss frá 2014.

Sjá nánar á dfs.is