Gullkorn barnanna

Einn strákurinn var að spjalla: mamma mín er í vinnunni, hún er að lesa fræði, svo fær hún sér kaffisopa og góðgæti, stundum líka snakk og líka nammi.
Stuttu seinna sami strákur; ég þarf að fara með henni á pósthúsið, svo að hún týnist ekki.


-Ein stelpan var að bjóða einum kennaranum heim til sín og sagði; þú mátt koma heim til mín, á morgun, eftir 10 daga , á fimmtudaginn.


Það er margt spjallað við matarborðið. Eftirfarandi heyrðist í dag 15. febrúar í hádegismatnum.

kennari: þetta er nú góð súpa, það er svo mikið af vítamínum í súpunni

barn1: þá verðum við rosalega stór

barn 2: og fullorðin

barn1: jess, þá getum við fengið barn í magann

barn 2: og fengið okkur bjór!

barn 1 : sumum finnst bjór ekki góður, þá fær maður sér bara eitthvað annað, bara kaffi kannski!

barn 2 : já það má drekka kaffi þegar maður er fullorðinn

barn 3 : en litlu börnin, þau drekka bara mjólk úr big boobies!

Sjá nánar á mulaborg.is