Huga að aðgengi á hönnunarstigi

Það var hugur í mönnum á málþingi Öryrkjabandalagsins, Stóra bílastæðamálinu, í gær þar sem meðal annars voru kynntir vinningshafar Aðgengisviðurkenningar Reykjavíkurborgar í ár.

Borgarstjóri afhenti þeim Áslaugu Katrínu Aðalsteinsdóttur og Berglindi Hallgrímsdóttur hjá verkfræðistofunni Verkís viðurkenninguna í ár. þær hafa látið sig aðgengismál varða með ýmsum hætti og upp úr standa tvö veigamikil verkefni sem þær hafa átt frumkvæði að. Algild hönnun umferðarmannvirkja – samanburður á norrænum hönnunarreglum, ítarlega úttekt á hönnunarreglum og stöðlum sem lúta að algildri hönnun í útiumhverfi í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.

Sjá nánar á reykjavik.is