Anna Sigríður bæjarlistamaður Grindavíkur 2018

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, myndhöggvari, er bæjarlistamaður Grindavíkur í ár. Tilkynnt var um valið á setningarathöfn Menningarviku Grindavíkur um síðastliðna helgi. Anna Sigríður er athafnamikill listamaður sem hefur lagt sitt af mörkunum við að kynna list í hvers konar formi, bæði hérlendis og erlendis. Þetta kom fram í máli Þórunnar Öldu Gylfadóttur, formanns frístundar- og menningarnefndar Grindavíkur, við athöfnina en nefndin útnefnir bæjarlistamann Grindavíkur.

Sjá nánar á vf.is