„Hefur dreymt um þetta síðan ég var lítill gutti“

Jón Axel Guðmundsson leikur körfubolta með Davidson í háskólaboltanum í Bandaríkjunum en liðið tryggði sér á dögunum sæti í úrslitakeppni háskólaboltans eða „March Madness“ eftir sigur í Atlantic-10 deild háskólaboltans. Þeir sem fylgjast með körfubolta vestanhafs vita að „March Madness“ er eitthvað sem allir körfuboltaaðdáendur bíða spenntir eftir. Við heyrðum í Jóni Axel eftir sigurinn um helgina.

Sjá nánar á vf.is