Isavia styður við barna- og unglingastarf í Reykjanesbæ

Styrktarsjóður Isavia veitti í gær styrki til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB). Styrkjunum er ætlað að styðja við allar greinar íþrótta og stuðla að auknum möguleikum barna og unglinga til að stunda sínar íþróttir og fara í nauðsynlegar æfinga og keppnisferðir. Er styrkveitingin tengd við iðkendafjölda allra félaga og deilda innan ÍRB en þó er tryggð ákveðin lágmarksupphæð til þeirra sem eru með fáa iðkendur og standa í uppbyggingarstarfi í sinni grein.

Sjá nánar á vf.is